Eftirlaunafólk

Þeir félagar í Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar, sem láta af störfum fyrir aldurssakir og óska að njóta félagsréttinda, þurfa að sækja formlega um aðild að Deild eftirlaunafólks í félaginu. Félagsmenn í deildinni greiða ekki félagsgjöld, en njóta ýmissa réttinda s.s.:

  • að leigja orlofshús og annað sem orlofssjóður býður upp á sjá orlofsvef
  • að taka þátt í námskeiðunum "Gott að vita" á vegum félagsins sjá námskeið
  • þátttaka í ýmsum uppákomum á vegum Menningar- og skemmtinefndar t.d., jólaball, aðventukvöld og bingó. 
  • fá blað stéttarfélaganna heimsent, dagbók (þarf að óska eftir) og félagsskírteini sem veitir afsláttarkjör af ýmissi vöru og þjónustu.

Eftirlaunafólk mynda eina starfsheild innan félagsins, án tillits til fyrra starfs eða vinnustaðar. Þeir sem eru í deildinni kjósa sér fulltrúa í fulltrúaráði félagsins og kjörnir fulltrúar velja einn fulltrúa sem áheyrnarfulltrúa í stjórn félagsins og samninganefnd. 

Fulltrúar deildarinnar hafa skipulagt í samstarfi við stjórn og starfsmenn ýmsar uppákomur sérstaklega ætlaðar félögum í deildinni s.s. sumarferð, sviðaveislu og vorfagnað.  

Þegar öllum launagreiðslum er lokið frá vinnuveitanda er hægt að skrá sig í deildina.

Skráning: